Endurvinnanlegar umbúðir

Umhverfisstefna er hluti af gæðastefnu SS og felur í sér að starfsemi SS skal vera í sátt við umhverfið og hafa eins lítil skaðleg áhrif og kostur er. Í þessu felast eftirfarandi meginþættir: nýting afurða, umbúðir, lágmörkun á pappírsnotkun, lágmörkun mengunar og flokkun úrgangs. Umbúðanotkun SS tekur mið af tvennu. Annars vegar skal nota margnota umbúðir alls staðar sem hægt er til að minnka sóun og úrgang. Hins vegar skulu þær umbúðir sem notaðar eru vera endurvinnanlegar ef þess er kostur. SS notar margnota plastkassa við flutninga og geymslu á vörum og til vörudreifingu. Pappakassar eru ekki notaðir til að lágmarka áhrif á umhverfið.

1944 öskjurnar eru prentaðar í prentsmiðju sem er með umhverfisvottun Svansins.

Umhverfisvottaðar prentsmiðjur tryggja að:

– Einungis er notaður umhverfisvottaður pappír, endurunninn eða úr nytjaskógum

– Einungis er notaður umhverfisvænn litur sem er unninn úr jurtaolíu

– Afgangspappír er flokkaður og endurunninn

– Umframsorp, sem ekki er hægt að flokka, er í lágmarki

– Unnið er með endurnýtanlega orkugjafa og orkunotkun er lágmörkuð

– Notkun ólífrænna efna eru í lágmarkað

– Ströngum gæðakröfum er fylgt við framleiðsluna.

Plastbakkarnir eru úr plastefni sem heitir CPET og eru framleiddir úr endurunnu plasti og eru endurvinnanlegir. Þeir þola hitun í venjulegum bakaraofni án þess að bráðna.

Pappaöskjurnar og plastbakkarnir eru því endurnýtanlegar.

Plastfilman sem lokar bökkunum er hins vegar ekki endurvinnanleg en má fara í brennslu.